Stafnás

Verkefnin sem voru í gangi hjá StafnÁs erlendis í desember 2007:

StafnÁs ehf vann að fjölmörgum verkefni hér heima og erlendis þegar eigendur Faghúsa ehf. ákváðu um miðjan desember 2007 að hætta öllum greiðslum vegna verksamningsins við Urðarhvarf 6, Kópavogi.
Þá unnu um 150 manns á vegum félagsins á Íslandi og í Danmörku.

 

Unnið var að gerð 20 íbúða við Holger Danskes Vej 32-34, á Fredreksberg, Kbh.

 

Unnið var að gerð 10 íbúða við Griffenfeldsgade 3, Nörrebro í Kaupmannahöfn.

 

Fyrir lá samningur að breyta Sandakervej 22, við miðbæ Osló, í 34 litlar íbúðir.

 

Tjónið sem varð þegar eigendur Faghúsa ehf. ákváðu að greiða bara 600 milljónir fyrir 800 milljón króna verksamning og fella með því StafnÁs ehf., það tjón lenti á mörgum, bæði hér heima og erlendis.

 

Uppsagnir 95 starfsmanna Stafnáss ehf.

Í framhaldi af forsíðufréttum og umræðu í fjölmiðlum um uppsagnir á 95 starfsmönnum Stafnás ehf. nú í mars 2008 og vangaveltur um ástæður þeirra uppsagna þá er svo komið að félagið telur sig knúið til svara.

Stafnás ehf. vann við uppsteypu og frágangi utanhúss á tíu hæða skrifstofuhúsi að Urðarhvarfi 6 í Kópavogi fyrir Faghús ehf. Um miðjan desember síðastliðinn þegar unnið var við uppgjör og lokafrágang þá óvænt og fyrirvaralaust riftir Faghús ehf. verksamningnum.

Faghús ehf. riftir verksamningnum 13.12.07, þegar verki var lokið og unnið að uppgjöri.

Með þeim gjörningi komst Faghús ehf., og eigendurnir Jón Þór Hjaltason í Miðjan hf. og Matthías Sveinsson í Fagtækni hf, hjá að greiða 80 milljón króna lokareikning og halda eftir 40 milljón króna geymslufé sem greiðast átti út við verklok. Einnig náði Faghús ehf. út 80 milljón króna verktryggingu sem Stafnás ehf. hafði lagt fram. Til að ná henni út var borið við meintum göllum á verkinu. Alls hefur Faghús ehf. því tekið 200 milljónir króna út úr félaginu Stafnás ehf. á tveim fyrstu mánuðum þessa árs.

Verksamningurinn var upp á um 800 milljónir. Faghús hafa í dag greitt 600 milljónir af þessum 800 fyrir verkið. Þetta þýðir að í raun hefur Stafnás ehf. ekkert fengið greitt fyrir allan frágang á húsinu að utanverðu. Þetta þýðir að ekkert er búið að greiða fyrir gluggakerfið, ekkert fyrir einangrun og klæðningar útveggja og ekkert fyrir þak- og lóðafrágang.
TM Softwear leigði húsið af Faghúsum ehf. frá desember 2007. Á sama tíma og Faghús ehf. hirðir leigutekjur af húsinu er haldið eftir 25% af verksamningnum við Stafnás ehf. vegna meintra “galla”. Vegna “galla” á húsi sem er í fullri notkun og er eitt það glæsilegasta í bænum og er og verður um ókomin ár öllum þeim handverksmönnum sem að því komu glæsilegur vitnisburður um fagmennsku og vönduð vinnubrögð eins og hver og einn sér sem skoðar húsið.

Stafnás ehf. er fimm ára gamalt félag og að missa 200 milljónir út úr rekstrinum óvænt og skyndilega er mikið áfall og veldur miklum lausafjárskorti. Stafnás ehf. vinnur nú að því að stefna Faghúsum ehf. fyrir dómstólum til greiðslu á þessum 200 milljónum. Auk þess er Stafnás ehf. með umtalsverðar kröfur á hendur Faghúsum ehf. vegna mikilla viðbótar- og aukaverka sem unnin voru á verktímanum sem félagið neitar að greiða.

Við þennan gjörning aðstoðaði Faghús ehf. eftirlitsmaður verksins, Sigurður Þór Garðason tæknifræðingur. Hann var ráðin í upphafi til verksins frá óháðri verkfræðistofu. Í miðju verki bregst hann öllum trúnaðarskyldum sínum sem eftirlitsmaður þegar hann hættir hjá þessari óháðu verkfræðistofu og ræður sig í framhaldi sem starfsmann hjá Faghúsum ehf. án þess að tilkynna eða láta stjórn eða starfsmenn Stafnáss ehf. vita af þessari breyttu stöðu sinni sem eftirlitsmanns. Stjórn og starfsmenn Stafnáss ehf. óska Sigurði Þór Garðasyni tæknifræðingi velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni.

Frá því þessi fyrirvaralausa riftun á verksamningnum í Urðarhvarfi 6 átti sér stað þá hafa forsvarsmenn Stafnáss ehf. reynt að finna leiðir til að halda áfram rekstri, m.a. með því að setja í gang sölu á eignum félagsins. Fyrir utan eign sem felst í 49 íbúða fjölbýlishúsi sem félagið byggir í eigin reikning þá á félagið um 200 milljónir í öðrum eignum, tækjum og búnaði. Þessar eignir ásamt kröfunum sem Stafnás ehf á á hendur Faghúsum ehf. vegna verksamningsins í Urðarhvarfi 6 eiga að duga vel fyrir skuldum félagsins.

Fengi Stafnás ehf. þessar 200 milljónir greiddar ásamt eðlilegu uppgjöri á aukaverkum þá stæði Stafnás ehf. vel og væri vel í stakk búið að halda áfam með öll sín verkefni.

Allir bankar á Íslandi eru lokaðir í dag er sagt og það virðist vera raunin. Þegar ljóst var upp úr miðjum febrúar að djúpt yrði á viðbótar fyrirgreiðslu frá bönkum þá var sú ákvörðun tekin að segja upp öllum starfsmönnum Stafnáss ehf. frá og með 1. mars og loka öllum verkstöðum til að minnka væntanlegt tjón starfsmanna, samstarfsaðila og birgja.

Áfram verður unnið við málareksturinn við Faghús, reynt að selja eignir og útvega fjármagn til að ljúka íbúðunum 49. Takist ekki að útvega það fjármagn þá hafa eigendur Faghúsa ehf., þeir Jón Þór Hjaltason byggingatæknifræðingur og Matthías Sveinsson rafvirkjameistari, með því að halda eftir þessum 200 milljónum, gert Stafnás ehf. gjaldþrota.

Eigendur Faghúsa ehf. munu sjálfsagt fagna því á sinn hátt með vasana fulla af aurum sem nota átti til að greiða samstarfsaðilum og starfsmönnum Stafnáss ehf. laun.

 

Stjórn Stafnáss ehf.

Verkefnin sem voru í gangi hjá StafnÁs á Íslandi í desember 2007:

 

Urðarhvarf 6, Kópavogi, Mynd frá 15. desember 2007

 

Unnið var að gerð 54 að Vindakórs 2-8, Kópavogi.

 

Unnið var að uppsteypu Knattspyrunakademíunar við Vallakór, Kópavogi.

 

Unnið var að uppsteypu 26 íbúða við Hrólfskálamel, Seltjarnarnesi fyrir ÍAV.

 

Fyrir lá undirritaður samningur að byggja 52 íbúðir að Vallakór 2-4, Kópópavogi.

 

Fyrir lá undirritaður samningur að innrétta 50 herb. Hótel að Grensásvegi 12, Rvk.

 

Áður hafði Stafnás meðal annars byggt eftirfarandi:

 

Fjölbýlishús að Þorláksgeisla 17, Reykjavík

 

Atvinnuhúsnæði að Smiðjuvegi 74, Kópavogi

 

Auk annara smærri verka.